AUM

aum_1936_i

Ákallið (AUM)   1936.

Íslensk þýðing bókarinnar.

„Þegar hafist er handa skal varast það sem dregur úr starfsorkunni. Af fávisku er mögulegt að fyllast veikjandi hugsunum sem hamla vexti vitundarinnar. En minnumst frumorkunnar. Verum óþreytandi við að rifja upp grundvallaratriðin um uppsprettu framfara og óþreytandi elju.
Lögmál hinnar óþrjótandi uppsprettu gleymist oft, þess vegna skulum við virkja alla okkar athygli til að verða gagntekin frumorkunni.“

“ 23. Sérhver steinn á jörðinni er skapaður af hugsun. Allir hlutir hafa þróast fyrir skapandi mátt hugsunar. Berum virðingu fyrir öllum sköpuðum hlutum. Sýnum ófullkomleika umburðarlyndi, því að allir skaparar voru einhvern tímann ófullkomnir. Allir eiginleikar eru áunnir ávextir vinnu og álags. Með því að skilja það lærum við að bera virðingu fyrir sköpunarhæfileikanum. Byrjum með hinu smáa að læra að þekkja hið mikla. Áður en maðurinn getur byrjað að tóna Aum á réttan hátt, þarf hann að vera gagntekinn virðingu fyrir mikilleika sköpunarinnar.
Þannig verður hugtakið um mátt Náðar hin fegursta gjöf. Aðeins hin besta viðleitni öðlast umbun hennar. Það er auðkenni hins besta að vera í samræmi við Hið æðsta lögmál; þráður tengir eitt við annað — sé hann óþaninn hangir hann laus í geimnum.“

 

 

 

 

Skilboð