All posts in category AAB bækur

Fræðsla um Kosmíska eldinn (A Treatise on Cosmic Fire)

„Engin bók er neinu bættari með einstrengingslegu tilkalli eða yfirlýsingum um áreiðanleika þeirrar uppsprettu sem hún er runnin frá. Hún ætti að standa eða falla eingöngu á grunni síns eigin eðlislæga gildis, gildi þeirra vísbendinga sem hún gefur, og mætti hennar til að hlúa að andlegu lífi og vitsmunalegum skilningi lesandans. Sé í þessu ritverki einhvern sannleik og raunveruleika að finna, hlýtur hann óhjákvæmilega og stöðugt að vinna sitt verk, flytja sinn boðskap, og þannig ná til hjarta og huga leitenda hvar sem er. Hafi það ekkert gildi, og byggist ekki á staðreyndum, mun það með réttu hverfa og deyja. Allt sem farið er fram á af nemum þessa ritverks er velviljuð afstaða, fúsleiki til að taka til athugunar sjónarmiðin sem sett eru fram, og þann heiðarleika og einlægni hugsunar sem mun ýta undir þroska innsæisins, andlega greiningu, og dómgreind sem leiða mun til höfnunar hins ranga og viðurkenningar hins sanna.“ ……………………………………..Úr formála bókarinnar.
Orð Búddha eiga hér vel við sem lokaorð þessa formála:

LÁVARÐUR BÚDDHA HEFUR SAGT
að við megum ekki trúa því sem sagt er aðeins vegna þess að svo er sagt; né arfsögnum vegna þess að við höfum þær úr fortíðinni; né orðrómi sem slíkum; né skrifum spekinga af því að spekingar skrifuðu svo; né hugdettum sem við höldum að engill hafi blásið okkur í brjóst (það er að segja því sem við teljum andlegan innblástur); né hugmyndum sem við fáum frá tilviljanakenndum ályktunum sem við kunnum að hafa dregið; né vegna þess sem virðist nauðsynlegt af hliðstæðum; né því sem byggist aðeins á áhrifavaldi kennara okkar eða meistara. En við eigum að trúa þegar ritverkið, kenningin eða ummælin eru studd af okkar eigin skynsemi og vitund. „Þess vegna,“ segir hann að lokum, „kenndi ég ykkur að trúa ekki vegna þess eins að þið hafið heyrt, heldur þegar og ef þið trúið samkvæmt ykkar innri vitund, að bregðast þá kröftuglega við í samræmi við það.“

ÁKALLIÐ MIKLA

Frá ljóssins dýrðar lind í huga Guðs lát ljósið streyma inn í huga manns. Lát ljósið lýsa þessa vora jörð.   Frá kærleiks lind í ljúfu hjarta Guðs lát kærleik streyma inn í hjarta manns. Komi Kristur aftur jarðar til.   Frá máttarstöð er miðar vilja Guðs lát markmið stýra veikum vilja manns. Markmið það […]

%d bloggers like this: