Greinasafn fyrir flokkinn: Agni Yoga

Æðri heimar I.

supermundane_I_i

Æðri heimar I.   1938.        Íslensk þýðing bókarinnar

„Vinir, hvernig getum við rætt um æðri heima, ef orka er ekki viðurkennd sem grundvöllur tilverunnar? Margir munu alls ekki skilja hvað átt er við með því, en aðrir telja sig skilja mikilvægi grundvallarorkunnar, en geta ekki hugsað um hana með skýrum hætti. Nauðsynlegt er að þjálfa hugsun sína með hugmyndinni um orku, þar til tilfinningin um hana verður eins raunveruleg og tilfinningin um hvaða efnislegan hlut sem er. Við tölum um tilfinningu, því að þekkingin ein getur ekki veitt skilning á orku.

Jafnvel þótt maðurinn viðurkenni þau sannindi að í grundvallaratriðum sé aðeins um að ræða eina orku, er það eitt ekki nóg til framfara – maður verður einnig að gera sér í hugarlund hina óteljandi eiginleika hennar. Hin hefðbundna takmörkun hugsunar kemur í veg fyrir víðtæka skynjun á eiginleikum orkunnar, og setur þannig skilningnum þröngar skorður. Háleit hugsun hjálpar til við að koma í veg fyrir skaðann af takmörkun hugsunar, en ekki er auðvelt að móta hæfilegt stig fegurðar og háleitni í hugsun mitt í áföllum lífsins, og ákaflega fáir eru undir það búnir að skilja að sjálfir erfiðleikar lífsins geta ýtt undir háleita hugsun. Rétt viðmiðun aðstoðar hugsunina þegar eiginleikar grundvallarorkunnar virðast stangast á. Blindum manni getur verið ókleift að skynja atburð sem öðrum er sýnilegur, en allir geta skilið æðri heimana með því að þjálfa skilning sinn á hinum mörgu eiginleikum grundvallarorkunnar.
Þeim sem hugsa sér æðri heimana sem hið allra æðsta hafa á réttu að standa. “Sem hið neðra, svo hið efra.” Lát þennan forna málshátt leiðbeina okkur til skilnings á kröftum æðri heima.“

AUM

aum_1936_i

Ákallið (AUM)   1936.

Íslensk þýðing bókarinnar.

„Þegar hafist er handa skal varast það sem dregur úr starfsorkunni. Af fávisku er mögulegt að fyllast veikjandi hugsunum sem hamla vexti vitundarinnar. En minnumst frumorkunnar. Verum óþreytandi við að rifja upp grundvallaratriðin um uppsprettu framfara og óþreytandi elju.
Lögmál hinnar óþrjótandi uppsprettu gleymist oft, þess vegna skulum við virkja alla okkar athygli til að verða gagntekin frumorkunni.“

“ 23. Sérhver steinn á jörðinni er skapaður af hugsun. Allir hlutir hafa þróast fyrir skapandi mátt hugsunar. Berum virðingu fyrir öllum sköpuðum hlutum. Sýnum ófullkomleika umburðarlyndi, því að allir skaparar voru einhvern tímann ófullkomnir. Allir eiginleikar eru áunnir ávextir vinnu og álags. Með því að skilja það lærum við að bera virðingu fyrir sköpunarhæfileikanum. Byrjum með hinu smáa að læra að þekkja hið mikla. Áður en maðurinn getur byrjað að tóna Aum á réttan hátt, þarf hann að vera gagntekinn virðingu fyrir mikilleika sköpunarinnar.
Þannig verður hugtakið um mátt Náðar hin fegursta gjöf. Aðeins hin besta viðleitni öðlast umbun hennar. Það er auðkenni hins besta að vera í samræmi við Hið æðsta lögmál; þráður tengir eitt við annað — sé hann óþaninn hangir hann laus í geimnum.“