Lauf úr garði Morya I.

leaves_of_moryas_1924_i  The Call  1924  –  http://agniyoga.org/ay_lomg1.html

 Sýnishorn í íslenskri þýðingu.

„Mín fyrstu skilaboð til nýss heims.

Þú sem gafst Ashramið,

og þú sem gafst two líf,

kunngerir.

Byggendur og baráttumenn, greikkið sporið.

Lesandi, ef þú skilur ekki – lestu aftur,

eftir stund.

Það fyrirskipaða er ekki tilviljun.

Laufin falla að fullnuðum tíma,

og veturinn er aðeins fyrirboði vorsins.

Allt er opið, allt er mögulegt,

ég mun skýla þér með skildi mínum,

– ef þú sinnir verkum þínum.

Ég hef talað.

.

Ég er – upphefð þín

Ég er – bros þitt

Ég er – gleði þín

Ég er – hvíld þín

Ég er – styrkur þinn

Ég er – hugrekki þitt

Ég er – viska þín.“

1. Með helgi í lífinu, gætið gimstein gimsteinanna.

Aum Tat Sat Aum!

Ég er þú, þú ert ég – hluti hins guðdómlegs sjálfs.

Baráttumenn mínir! Lífið þrumar – farið gætilega.

Hætta! Sálin gætir að varúð sinni!

Heimurinn erí ringulreið – stritið að frelsun.

Ég mun vekja blessun til handa þér.

Frelsunin mun verða þín!

Lífið nærir sálina.

Stritið að því að upphefja lífið,

og fyrir skilningi á hreinleikanum.

Setjið til hliðar alla fordóma – hugsið frjálst.

Verið ekki niðurdregnir, verið fremur fullir vonar.

Flýjið ekki lífið, heldur gangið veg frelsunarinnar.

Þú og ég – saman í anda.

Eitt musteri fyrir alla,-fyrir alla, einn Guð.

Margir dvalastaðir eru í heimkynnum þess Almáttuga.

og heilagur andi fyllir þar allt.

 

224. Það er betra að hafa blákalda þekkingu, en að sveiflast með tilfinningunum.

Ég kenni það sanna í lífinu.

Þú verður að vita áður en þú getur.

Þú verður að geta áður en þú gerir (framkvæmir)

Þú getur birt það sem er réttlætt af andanum.

247. Á nóttunni kennum við þér.

Á daginn lýsa menn því fyrir sjálfum sér.

Kjarni mannlegrar tilvistar eru næturstundirnar.

Djúpið er sýnilegt og hvinur stormsins skýr.

Vendarar, munið verðmætin sem ykkur er falið.

Veitið athygli, Kall okkar hvílir á þekkingu ykkar öflugri en siðvenjur hinna eldri.

Hörmungar nálgast.Ég kenni ykkur að afbera þær.

Hönd skaparans sýnir sviðin tvö.

Það er fyrirskipað að velja sér leið.

Hópur hunda ýlfra og gelta og ugla blikkar augunum í myrkrinu.

En þeir sem vita óttast ekki.

Ég sendi hlífð. Veitið athygli og  hafnið ekki hamingjusemi.

 

270. Fálki á flugi fellir ekki vængi sína.

Hindin stekkur yfir þverhnípi án hiks.

Né munu þeir sem koma á tilteknum tíma, hika.

Hvorki á flóði né fjöru, heldur á  gullnum straumi Alheimsins berst báturinn.

Þanin eru seglin og áfangastaðurinn vís.

Skjöldur minn glóir og á herðarnar skína geislar árangurs.

Ég mun efla leiðsögn mína og vængja fætur þína.

Ó þið sem lengið leið mína, ég mun finna eldingu og á henni mun ég ríða yfir þverhnípin.

Ég mun varpa mér í hvirfilvindinn og stíga upp til hæða.

Hvar er ryk leiðar minnar ?

Hvar er hin eyðandi hiti ?

Hvar er steypiregnið sem huldi uppgönguna ?

Fætur mínir eru stöðugir og hringur þinn er á hendi minni.

Sjáður, ó drottinn, fálki minn nálgast mig.

Ég ber þig, -ég sendi skúrir af umhyggju.

Umhyggja mín er gleði þín.

 

323. Hugsaðu um stjörnunar sem ávallt skína mannkyninu.

Líkið eftir þessum stjörnum og gefið kærleika, visku og þekkingu til annara.

Aðeins þegar allt er gefið, getum við móttekið.

Vinnið starf ykkar í mínu nafni; gleymið því ekki.

Gefið því sérstakan gaum.

Berið ljós mitt með ykkur hvert sem þið farið.

Hvaða gagn er af fulltrúa sem felur sig bak við óyfirstíganlega múra.

Fræðarinn er með þér og þú verður að vera í samhljóma við samferðamenn þína.

Samhljómur, samhljómur, samhljómur.

Harmið ekki leiðarvalið, gleymið hinu veraldlega stolti og verið opin fyrir hinu nýja.

Takið eftir.

 

324. Ég segi ykkur, látið loga hjarta ykkar blossa í eldi samúðarinnar.

Í samúðinni er liggur mikil perla leyndrar þekkingar.

Allir Frelsarar, allir heilagir, allir píslavottar fóru þennan veg.

Munið goðsöguna um hliðin sjö.

Hin grýtta leið er ekki erfiði fyrir alla.

Það eru til sálir sem finnast þyrnikóróna sætari en hin konunglega,

og fábrotin klæði meira virði en hin konunglegi skrúði.

 

331. Verk, leiðin til vinnu er greið.

Í þínum höndum eru möguleikar miklir.

Kóróna mín verður með þér, því ég gaf hana.

Vertu vakandi, vænstu ávallt okkar hjálpar.

Mundu að vænta ekki neins ávinnings.

Hann eru ekki þín.

Já, verkamenn verða að halda hugaðir áfram veginn, án hug um hættur eða gleði morgundagsins.

Mundið hvað ég hef sagt ykkur, njótið ekki völdu kostanna af borði Drottins.

Takið aðeins það sem þarf til góða fyrir verk ykkar.

Ávinningurinn eru væntanlegur ,en eftirvæntingin færir aldrei ávinning.

Hugleiddi Kristur krossfestur, björgun sálar sinnar ?

Reynið að líkjast honum, jafnvel í minnstu verkum.

Samúð, samúð, samúð.

Oftsinnis hef ég höfðað til þín um að líkjast þeim sem sýna samúð.

Börn, nemendur, börn mín, verið hamingjusöm.

Hin mesta gleði er nærri.

Ég sjálfur, ég svo reyni, ég staðfesti.

Skilboð