Þekking – Skilningur – Viska.

RecarnationÞekking : Er afrakstur úr sal lærdómsins, heildarniðurstöðu uppgötvana og reynslu mannsins sem hægt er að skilgreina með vitsmunum hans. Þekking er vísindi efnisins og snertir því efnishlið þróunarinnar.

Skilningur: Eiginleiki hugsuðar að tileinka sér þekkingu sem grundvöll viskunnar og gerir honum kleyft að aðlaga efnislegum þáttum að lífi andans. Leiftur innsæisins úr sal viskunnar tengir staðreyndir úr sal lærdómsins.

Viska: Er afrakstur úr sal viskunnar, hún varðar þróun lífsins innan efnisins, þróun andans í gegnum síbreytileg starfstæki, og útvíkkun vitundarinnar sem tekur hver við af annarri, líf eftir líf. Viskan er vísindi andans og snertir lífshlið þróunarinnar.

Efni – Hugur – Andi.

Í sal fáfræðinnar ræður formið, og efnishlið hlutanna er ríkjandi. Maðurinn er vitundarstilltur í persónuleikanum eða lægra sjálfinu. Í sal lærdómsins keppir æðra sjálfið, eða sálarmaðurinn, að því að ráða yfir forminu þar til jafnvægi hefur náðst en hvorugur ræður algerlega. Seinna meir stjórnar æðra sjálfið í auknu mæli og  í sal viskunnar verður sálarmaðurinn ráðandi í hinum þrem lægri heimum, og eðlislægur guðdómleiki nær yfirhöndinni í auknu mæli.

Vitundarvígsla manns og sólar, bls.9-13

Skilboð