Greinasafn fyrir flokkinn: AAB bækur

Frumkjarnar mannsins

 

Eteríski efniskjarninn.    Tilfinningakjarninn   Hugarkjarninn

Aðeins þróuðustu og æðstu atóm efnisins geta byggt upp líkama mannsins.

Öll þróun í efnisforminu er eftir sama lögmálinu á öllum sviðum og í öllum kerfum, háu sem lágum og svo er með alla hugformsbyggingu.

Maðurinn er látlaust að skapa hugform og fylgir ómeðvitað sömu aðferð og sál hans byggir persónulíkama sína, sömu aðferð notar plánetulogosinn í sköpun sinni í plánetukerfinu svo og sólarlogosinn í sólkerfinu.

Sannleikurinn er orkumyndandi og því umbreytist hann í varanlega orku. Reynslu sína í jarðlífunum sem er sönn, leggur hann fram til sálarinnar og næstu persónubirtinga. Þessi reynsla geymist í hinum þremur varanlegum frumkjörnum mannsins og síðan í orsakalíkama sálarinnar milli jarðvista. Þessir frumkjarnar mynda síðan grunn að líkama mannsins í næstu persónubirtingu. Á vissan hátt má segja að þeir geymi einnig karma mannsins og birti það þegar það á við, því frumkjarnarnir eru devaefni og því í tengslum við karmadrottnanna.

Aðrir þættir sem hafa áhrif á nýja persónubirtingu eru :

  1. Áhrif sálargeislans.
  2. Áhrif sérstakra undirgeisla sálarinnar.
  3. Áhrif ákveðinna stjörnuafstaða.
  4. Áhrif ákveðinna plánetugeislunar.
  5. Áhrif ákveðinna orkustrauma frá ákveðnum vetrarbrautum.

A Treatise on Cosmic Fire. bls.783,786,788

Heimar

Þekking – Skilningur – Viska.

RecarnationÞekking : Er afrakstur úr sal lærdómsins, heildarniðurstöðu uppgötvana og reynslu mannsins sem hægt er að skilgreina með vitsmunum hans. Þekking er vísindi efnisins og snertir því efnishlið þróunarinnar.

Skilningur: Eiginleiki hugsuðar að tileinka sér þekkingu sem grundvöll viskunnar og gerir honum kleyft að aðlaga efnislegum þáttum að lífi andans. Leiftur innsæisins úr sal viskunnar tengir staðreyndir úr sal lærdómsins.

Viska: Er afrakstur úr sal viskunnar, hún varðar þróun lífsins innan efnisins, þróun andans í gegnum síbreytileg starfstæki, og útvíkkun vitundarinnar sem tekur hver við af annarri, líf eftir líf. Viskan er vísindi andans og snertir lífshlið þróunarinnar.

Efni – Hugur – Andi.

Í sal fáfræðinnar ræður formið, og efnishlið hlutanna er ríkjandi. Maðurinn er vitundarstilltur í persónuleikanum eða lægra sjálfinu. Í sal lærdómsins keppir æðra sjálfið, eða sálarmaðurinn, að því að ráða yfir forminu þar til jafnvægi hefur náðst en hvorugur ræður algerlega. Seinna meir stjórnar æðra sjálfið í auknu mæli og  í sal viskunnar verður sálarmaðurinn ráðandi í hinum þrem lægri heimum, og eðlislægur guðdómleiki nær yfirhöndinni í auknu mæli.

Vitundarvígsla manns og sólar, bls.9-13