Hugleiðingar um Bagavad Gita.

 „Some thoughts on Gita“, er stórkostleg bók fyrir alla dulspekinga.

Bókin er gefin út 1893 af Kumbhakonam Branch Theosophical Society. Titil hennar var upphaflega „Thoughts on Bagavad Gita“. Efni bókarinnar voru tólf fyrirlestrar sem lesnir voru á jafnmörgum sunnudögum í röð 1892, af óþekktum höfundi sem kallaði sig  Brahmin F.T.S (F.T.S. stóð fyrir Fellow of the Theosophical Society).

Bókin féll í gleymsku þar til að vitnað var í hana í „A Treatise on Cosmic Fire“. eftir A.A.B.  Bókin var ljósprentuð 1983  með upprunalegum prentuðum texta.

Efni bókarinnar er eins og segir í titlinum, hugleiðingar um efni Bagavad Gita, sem er hluti hins forna og merka indverska ljóðabálks  Mahabharata. Hann var upprunalega ritaður á Sanskrit fyrir rúmum 5000 árum.  Bagavad Gita fjallar um samtal Arjuna og Krishna. Höfundur tengir hinsvegar kenningar HBP inní í efnið ásamt fjölmörgu öðru. Yfirburða þekking höfundar á dulspekilegri heimspeki kemur á óvart en skilst kannski aðeins þeim sem hafa lesið andlega heimsspeki og eru tilbúnir að leggja talsvert á sig við lesturinn.

Inngangur
Fyrsti fyrirlestur
Annar fyrirlestur
Þriðji fyrirlestur
Fjórði fyrirlestur
Fimmti fyrirlestur
Sjötti fyrirlestur
Sjöundi fyrirlestur
Áttundi fyrirlestur
Níundi fyrirlestur
Tíundi fyrirlestur
Ellefti fyrirlestur
Tólfti fyrirlestur
Hugleiðingar um Gita Öll bókin.

Skilboð