Norræn goðafræði

Sköpunin.

Í upphafi var Ginnungagap, – hið gínandi tóm. Ekkert var til, en í norðri var frosið efni Niflheims og í suðri eldríki Múspellsheims.

Þegar þessi tvö öfl mættust vöknuðu kraftar þeirra og frumefnið birtist. Þá birtist um leið himnamaðurinn Ýmir, skapara himins og jarðar. Þríeinn er hann eins og efnið.  Byggjendur efnisins, -ætt Hrímþursa, kalla hann Aurgelmi (sá er gefur aur (líf)), tóku til starfa undir hans stjórn.

Askur Yggdrasill heitir heimstré norrænna goðsagna. Það tré táknar Alheiminn. Króna þess nær yfir alla birtingu geimsins og er jafnframt mörk hans. Rætur þess ná hinsvegar yfir það sem ekki er séð, eins rætur jarðnesks trés sem eru neðar moldu. Þrjár meginrætur trésins draga orku sína frá þeim öflum sem sköpuðu heiminn, viðhalda honum og tilgangnum með myndun hans.

Ein rót þess nær til Niflheims, þar er brunnurinn Hvergelmir og drekinn Níðhöggur nagar þá rót, önnur rótin nær til Jötunheima,þar er Mímisbrunnur og hinn vitri Mímir, sú þriðja til himins, þar eru Urðarbrunnar.

Þrjár vitrar meyjar er nefndust Urður, Verðandi og Skuld, örlaganornirnar (norn; sú sem veit) tengjast hverjum brunni, enda ausa þær ræturnar af brunnvatni dag hvern. Urður ( sú sem sér tilganginn) eys úr Urðarbrunni sem nær til Himins. Hún skráir athafnir manna. Skuld (sú sem veit um fortíðina) eys af Hvergelmi. Hún segir örlög manna . Verðandi (sú sem sér framtíðina) eys af Mímisbrunni. Hún segir lög.

Þessi elsta arfsögn heimsins segir okkur að fyrir langa löngu hafi allir menn, þó dreifðir um alla jörðina átt sameiginlega arfleifð heilags sannleika um æðri verur af hærri sviðum, og einnig að goðsagnir voru minni um hærri þekkingu og vísindi. Höfundur tekst á við að skýra nokkrar mikilvægar sagnir í hinum norrænu arfsögnum í því ljósi með því að bera saman textana í sænsku saman við hinn upprunalega texta á íslensku. Ætlun hennar er ekki að setja saman annan texta á ensku sem þegar eru fyrir hendi, heldur að „komast að innblásnum kjarnanum“ sem leynist í þessum launhelgu arfsögnum heimsins.

Grímur Óðins.