Frumkjarnar mannsins

 

Eteríski efniskjarninn.    Tilfinningakjarninn   Hugarkjarninn

Aðeins þróuðustu og æðstu atóm efnisins geta byggt upp líkama mannsins.

Öll þróun í efnisforminu er eftir sama lögmálinu á öllum sviðum og í öllum kerfum, háu sem lágum og svo er með alla hugformsbyggingu.

Maðurinn er látlaust að skapa hugform og fylgir ómeðvitað sömu aðferð og sál hans byggir persónulíkama sína, sömu aðferð notar plánetulogosinn í sköpun sinni í plánetukerfinu svo og sólarlogosinn í sólkerfinu.

Sannleikurinn er orkumyndandi og því umbreytist hann í varanlega orku. Reynslu sína í jarðlífunum sem er sönn, leggur hann fram til sálarinnar og næstu persónubirtinga. Þessi reynsla geymist í hinum þremur varanlegum frumkjörnum mannsins og síðan í orsakalíkama sálarinnar milli jarðvista. Þessir frumkjarnar mynda síðan grunn að líkama mannsins í næstu persónubirtingu. Á vissan hátt má segja að þeir geymi einnig karma mannsins og birti það þegar það á við, því frumkjarnarnir eru devaefni og því í tengslum við karmadrottnanna.

Aðrir þættir sem hafa áhrif á nýja persónubirtingu eru :

  1. Áhrif sálargeislans.
  2. Áhrif sérstakra undirgeisla sálarinnar.
  3. Áhrif ákveðinna stjörnuafstaða.
  4. Áhrif ákveðinna plánetugeislunar.
  5. Áhrif ákveðinna orkustrauma frá ákveðnum vetrarbrautum.

A Treatise on Cosmic Fire. bls.783,786,788

Heimar

Skilboð