ÁKALLIÐ MIKLA

Frá ljóssins dýrðar lind í huga Guðs

lát ljósið streyma inn í huga manns.

Lát ljósið lýsa þessa vora jörð.

 

Frá kærleiks lind í ljúfu hjarta Guðs

lát kærleik streyma inn í hjarta manns.

Komi Kristur aftur jarðar til.

 

Frá máttarstöð er miðar vilja Guðs

lát markmið stýra veikum vilja manns.

Markmið það er meistararnir sjá.

 

Frá máttarstöð sem mannkyn köllum vér

lát markmið ljóss og kærleiks sækja fram.

Svo innsigli það dyr hins illa valds.

 

Lát kærleik, ljós og æðri mátt efla áform lífs á jörð.

 

„Ákall það eða bæn sem hér er birt, tilheyrir öllu mannkyni. Fegurð og styrkur ákallsins felst í einfaldleika þess og í þeim grundvallarsannindum sem það miðlar og allir menn viðurkenna ósjálfrátt og eðlilega; það eru sannindin um tilveru grundvallarvitsmuna sem við óljóst nefnum Guð; sannindin um að á bak við alla ytri umgjörð er kærleikurinn hið mótandi afl alheimsins; þau sannindi að mikill einstaklingur, sem kristnir menn nefna Krist, kom fram á jörðu og birti í lífi sínu þennan kærleik, svo að við mættum skilja; þau sannindi að bæði kærleikur og vitsmunir eru afleiðing þess sem nefnt er vilji Guðs; og loks hin augljósu sannindi að guðlegur tilgangur nær aðeins fram að ganga fyrir aðild og atbeina mannkynsins.“

 

 

ALICE A. BAILEY

 

 ÁKALLIÐ PDF Skjal

Skilboð