Agni Yoga.


Leið iðkunar í daglegu lífi

Jóga — hin æðsta tenging við kosmískan árangur — hefur verið til um allar aldir. Öll viskufræðsla felur í sér sitt eigið jóga sem kemur þeim sérstaka áfanga þróunarinnar að gagni. Hinar ýmsu greinar jóga eru ekki í mótsögn hver við aðra. Þær breiða úr sér eins og greinar á einu tré, og hinn vegmóði ferðamaður hvílist og endurnærist í forsælu þeirra.

Ferðamaðurinn heldur áfram för sinni þegar hann hefur endurheimt mátt sinn. Hann tók ekki við neinu sem hann átti ekki með réttu, né heldur lét hann villast af leið í viðleitni sinni. Hann þáði hið góða sem himnarnir höfðu birt; hann leysti kraftana úr læðingi eins og forlögin höfðu mælt fyrir um. Hann öðlaðist vald yfir eign sinni.


Hafnið ekki kröftum jóga, en látið þá lýsa eins og ljós í rökkri óþekktra verkefna.

Við rísum úr rekkju fyrir framtíðina. Við endurnýjum klæði okkar fyrir framtíðina. Við neytum fæðu fyrir framtíðina. Við ræktum hugsanir okkar fyrir framtíðina. Við söfnum kröftum fyrir framtíðina.

Í byrjun hagnýtum við okkur ráð lífsins. Síðar berum við fram nafn Jóga komandi tíma. Við munum heyra fótatak eldsins sem nálgast, en erum nú þegar reiðubúin að takast á við flökt logans.

Við hyllum því hið forna — Raja Jóga. Við staðfestum því framtíðina — Agni Jóga.

Ólíkt undangengnum yoga stefnum þá er Agni Yoga hvorki leið líkamlegrar ögunar, íhugunar né sjálfsafneitunar—heldur nýtt í hinu daglega lífi. Það er yoga háleitrar orku sem notuð er á meðvitaðan hátt, af ábyrgð og með skýrri hugsun.

Hún kennir að þróun hnattlegrar vitundar er brýn nauðsyn og fyrir atbeina einstaklinga getur sú viðleitni náðst fyrir mannkynið. Hún staðfestir tilveru Helgivald Ljóssins og tengingu hjartastöðvarinnar við Helgivaldið og aðra fjarlæga heima.

Agni-Yoga hjálpar hinum leitandi nema með leiðbeiningum í siðgæði og andlegum efnum sem nýtast honum í daglegu lífi hans, sem jafnframt leiðir til góðs fyrir almannaheill.

Um hlutverk einstaklingsins í andlegri þróun mannkynsins ritaði Helena Roerich, "Mesta framlag okkar fellst í víkkun vitundarinnar og eflingu þroska hugsanna okkar, sem með hreinleika hjartans eflir útgeislun og hækkar tíðnissveiflu okkar, þannig eflum við allt í kringum okkur."

Hér er tenging í AY bækur á íslensku.

Á þessari síður sem íslensku bækurnar eru, er leitarvél þar sem hentugt er að leita að efnisorðum í öllum bókunum. Farið í “Efnisleit” og veljið “Allar bækur”, þá birtast þær bækursem hafa verið íslenskaðar, og síðan leitarorðið.

Hefur þú áhuga?

Hafðu samband

Ekki vera einn með spurningar.
postur@dulheimar.is