Elstu heilstæðustu hugverk sem hafa varðveist eru verk gömlu aríamenningarinnar á norður Indlandi, sem við þekkjum m.a. sem Vedas sem sköpuð voru fyrir um 4-5.000 árum. og eru stórbrotin hugsana- og þekkingakerfi þar sem lesa má þróunarsögu mannlegrar hugsunar og viðleitni mannshugans til að skilja fyrirbæri náttúrunnar og allt til sjálfstæðrar heimsspekilegrar hugsunar. Uppruni þessara verka var sagður vera apauruseya, sem á Sanskrit þýddi efnislega „orð ekki frá mönnum“. Þessi verk hafa birst okkur á Vesturlöndum síðustu 150 árum fyrir rannsóknir ýmissa fræðimanna.
Hér er yfirlit yfir þessi verk sem fengið er úr bók Sörens Sörensson „Launviska Vedabóka“.
HIN VEDISKU FRÆÐI.
VEDA. Hin andlegu fræði
- Rig-Veda
- Yajur-Veda (Hvíta)
- Yajur-Veda (Svarta)
- Sama-Veda
- Atharva-Veda
UPAVEDA. Hin veraldlegu fræði.
- Ayur-Veda Læknisfræði
- Dhanur-Veda. Bogalist
- Gandharva-Veda. Tónlist
- Silpa sharstra. Byggingarlist og myndlist
VEDANGAS. Greinar Vedu.
- Siksha. Réttur framburður í vediskum orðum í helgiathafasiðum.
- Chanda. Bragfræði
- Vyakarana. Vedisk málfræði til varðveislu vediskrar tungu. Einu verkin sem eru til um vediska tungu frá fornum tíma eru þessi:
- Ashtadyayi. Málfræði Paninis.
- Mahabhasya. Patanjalis
- Nirukta. Orðskýringar á fornum vediskum orðum eftir Yaska frá því um 500 f.k.
- Jyotisha. Stjörnufræði, er snertir árstíðir og vediskar fórnarathafnir.
- Kalpa. Siðalögmál. Þau eru þrennskonar:
i) Srauta-sutras. Helgisiðalögmál eða reglur, sem talað er um í Brahmanabókunum.
ii) Grihya-sutras. Fjallar um helgisiðareglur fyrir heimilin.
iii) Dharma-sutras. Fjallar um hegðan einstaklingsins í samfélaginu.
BRAHMANA . Brahmanabækurnar sem eru þessar helstar:
Aitareya – Brahmana
Kausihitaki – Brahmana
Satapatah – Brahmana
Gopatah – Brahmana
Chandogya – Brahmana
Samkhyayana – Brahmana
Jaiminiya – Brahmana
Panchavimsha – Brahmana
Taittiriya – Brahmana
UPANISHAD. Launhelgirit. Þau eru í svonefndum Skógarbókum, sem eru helstar:
Brihadaranyaka – Upanishad
Chandogya – Upanishad
Katha – Upanishad
Svetasvatara – Upanishad
Kena – Upanishad
Isavasya – Upanishad
Prasna – Upanishad
Mandyuga – Upanishad
Mundaka – Upanishad
Maitrayana – Upanishad
Taittriya – Upanishad
Aitereya – Upanishad
Kausitaki – Upanishad
PURANA. Puranabækurnar. Fornaldarsögur. Þekktustu þeirra eru:
Visnu-Purana
Bhagavada – Purana
ITIHASA. Helgar sagnir Vedabóka færðar í verandlegan búning.
Mahabharata. Hetjuljóð um baráttu Bharata ættarinnar fyrir rétti sínum. 100.000 erindi.
Bhagavad-Gita. Helgiljóð. Hluti af Mahabharata
Ramayana. Hetjuljóð um Rama. 24.000 erindi.