AAB bækur.
Mikilvæg fræðsla fyrir nýja öld
Alice A. Bailey skrifaði meira en tuttugu og fjórar bækur þar sem farið var yfir guðspekileg efni og var meðal brautryðjenda sem kynntu hugtakið „New Age“ í skrifum sínum. Bækur Alice A. Bailey eru viðurkenndarsem einn mikilvægasti þátturdulspekilegrar visku og andlegrar fræðslusem fram hefur komið á vesturlöndum.
Þessi ritverk er sett fram í þeirri von að það megi reynast gagnlegt öllum víðsýnum leitendum sannleikans og hafi gildi fyrir alla sem rannsaka hina óhlutlægu uppsprettu alls sem er áþreifanlega hlutlægt. Markmið þess er að bjóða fram skynsamlega rökrétta áætlun um sólkerfislega þróun og gefa mönnum til kynna hvaða hlutverk þeir hafa sem atómískar einingar í gríðarstórri og samsettri heild. Þetta brot hinnar duldu kenningar er látið heiminum í té án nokkurra fullyrðinga um uppruna, óskeikulleika eða nákvæmni í smáatriðum.
Engin bók er neinu bættari með einstrengingslegu tilkalli eða yfirlýsingum um áreiðanleika þeirrar uppsprettu sem hún er runnin frá. Hún ætti að standa eða falla eingöngu á grunni síns eigin eðlislæga gildis, gildi þeirra vísbendinga sem hún gefur, og mætti hennar til að hlúa að andlegu lífi og vitsmunalegum skilningi lesandans.
Sé í þessum ritverkum einhvern sannleik og raunveruleika að finna, hlýtur hann óhjákvæmilega og stöðugt að vinna sitt verk, flytja sinn boðskap, og þannig ná til hjarta og huga leitenda hvar sem er. Hafi það ekkert gildi, og byggist ekki á staðreyndum, mun það með réttu hverfa og deyja.
Allt sem farið er fram á af nemum þessa ritverks er velviljuð afstaða, fúsleiki til að taka til athugunar sjónarmiðin sem sett eru fram, og þann heiðarleika og einlægni hugsunar sem mun ýta undir þroska innsæisins, andlega greiningu, og dómgreind sem leiða mun til höfnunar hins ranga og viðurkenningar hins sanna.
Bréf um dulfræðilega hugleiðingu |
“Hvernig á það að vera? Alger ró, algert sjálfgleymi, alger einbeiting að næsta verkefni. Fullkominn þjónandi er sá sem leggur sig allan fram við að gegna starfi sínu innan hinnar guðlegu áætlunar og fara að vilja meistarans eftir þvf sem hann skynjar hann. Þegar hann hefur lokið einu verki byrjar hann á öðru, en eyðir ekki tíma í umhugsun um árangur athafna sinna. Hann veit, að vitrari augu en hans sjá endinn frá upphafi, að innsýn, dýpri og kærleiksríkari en hans, metur gildi þjónustunnar sem hann leysir af hendi, og að skarpari dómgreind en hans vegur orkumagn og umfang sveiflutíðninnar og samhæfir mátt og tilhvöt. Hann þjáist ekki af oflæti yfir afrekum sínum né heldur óþörfu þunglyndi þegar hann bíður ósigur. Hann vandar sig ávallt af fremsta megni, sóar ekki tíma sínum í heilabrot um það sem liðið er, heldur beinir athygli sinni stöðugt að næsta verkefni sem bíður hans. “
|
Vitundarvigsla manns og sólar |
“Vígsla, eða ferlið þegar útvíkkun vitundarinnar á sér stað, er hluti af eðlilegu þróunarferli, skoðað í heildarsamhengi, en ekki frá sjónarhorni einstaklingsins. Þegar litið er á vígslu frá sjónarhorni einstaklingsins, er hugtakið þrengt niður að þeim tímamótum, þegar einingin, sem er að þróast, skilur örugglega (af eigin rammleik með hjálp leiðbeininga og tilsagnar frá fræðurum kynstofnsins sem fylgjast með) að hún hefur frá efnisheiminum séð, náð því að öðlast vissa huglæga þekkingu. Eðli þessarar reynslu er það sama og þegar nemandi í skóla gerir sér skyndilega grein fyrir því að hann hefur tileinkað sér námsefnið og að hann getur notað grundvallarforsendur og aðferðir á skynsamlegan hátt. Þessi stöðuskil vitræns skilnings fylgja hinum vaxandi mónad á hinni löngu þróunarbraut hans.”
|
Dulrænar lækningar |
“Í fyrsta lagi, aðferðir sem lina þjáningar og eyða óþægindum, lækna smám saman sjúkdóma og eyða óæskilegu ástandi. Þær byggja upp formhlið lífsins og rækta lífsorkuna, svo sjúkdómar ná ekki að festa rætur. Góð dæmi um þessar aðferðir eru lyflækningar, örskammtalækningar, stoðkerfis- og hnykklækningar og fleiri meðferðarleiðir. Þær eru uppbyggjandi og hafa orðið til góðs. Mannkynið stendur því í mikilli þakkarskuld við visku, færni og óeigingjarnt starf lækna. Þeir eru ætíð að fást við brýn verkefni og hættulegar afleiðingar orsaka sem ekki eru augljósar á yfirborðinu. Þegar þessum aðferðum er beitt, er sjúklingurinn í höndum utanaðkomandi aðila og á að vera óvirkur, aðgerðalaus og móttækilegur.
|
Kosmíski eldurinn |
“Að ekkert í þessu ritverki er sett fram í kreddubundnum anda, heldur aðeins sem framlag til hins mikla fjölda hugsana um uppruna heimsins og þeirra upplýsinga sem nú þegar eru komnar fram um eðli mannsins. Hið besta sem maðurinn getur lagt fram til lausnar á vandamálum heimsins hlýtur að taka tvíþætt form, annars vegar sem virk þjónusta, þar sem leitast er við að bæta umhverfisaðstæður, og hins vegar sem fræðileg skýring á ástæðum fyrir núverandi ástandi. Haldi menn áfram að rökræða, eins og menn gera nú á tímum, frá grundvelli hins þekkta og sannaða án þess að snerta eða gera ráð fyrir þeim djúpstæðu orsökum sem menn hljóta að gera ráð fyrir að valdi því sem er séð og þekkt, þá munu allar lausnir bregðast og munu halda áfram að missa marks.”
|