Tákn Agni Yoga 1929. Íslensk þýðing bókarinnar.
„Hinn blessaði vitringur, sem gaf heiminum bækurnar The Call, Illumination og Community, hefur látið margvíslegar ráðleggingar í té og einnig ýmis merki Agni Jóga. Við höfum safnað saman þessum hagnýtu upplýsingum til afnota fyrir þá sem leita þekkingar.
Sanskrít og Senzar gefa túlkuninni sitt sérstaka yfirbragð sem á sér ekki alltaf hliðstæður í öðrum tungumálum. Merking hugtakanna er samt sem áður varðveitt með nákvæmni. Þeir sem taka þátt í daglegu lífi samtímans munu lesa með athygli þessa viturlegu fræðslu sem upprunnin er frá reynslu aldanna.“. FORMÁLI
„Jóga — hin æðsta tenging við kosmískan árangur — hefur verið til um allar aldir. Öll viskufræðsla felur í sér sitt eigið jóga sem kemur þeim sérstaka áfanga þróunarinnar að gagni. Hinar ýmsu greinar jóga eru ekki í mótsögn hver við aðra. Þær breiða úr sér eins og greinar á einu tré, og hinn vegmóði ferðamaður hvílist og endurnærist í forsælu þeirra.
Ferðamaðurinn heldur áfram för sinni þegar hann hefur endurheimt mátt sinn. Hann tók ekki við neinu sem hann átti ekki með réttu, né heldur lét hann villast af leið í viðleitni sinni. Hann þáði hið góða sem himnarnir höfðu birt; hann leysti kraftana úr læðingi eins og forlögin höfðu mælt fyrir um. Hann öðlaðist vald yfir eign sinni.
Hafnið ekki kröftum jóga, en látið þá lýsa eins og ljós í rökkri óþekktra verkefna.
Við rísum úr rekkju fyrir framtíðina. Við endurnýjum klæði okkar fyrir framtíðina. Við neytum fæðu fyrir framtíðina. Við ræktum hugsanir okkar fyrir framtíðina. Við söfnum kröftum fyrir framtíðina.
Í byrjun hagnýtum við okkur ráð lífsins. Síðar berum við fram nafn Jóga komandi tíma. Við munum heyra fótatak eldsins sem nálagst, en erum nú þegar reiðubúin að takast á við flökt logans.
Við hyllum því hið forna — Raja Jóga. Við staðfestum því framtíðina — Agni Jóga.“
„Jóga — hin æðsta tenging við kosmískan árangur — hefur verið til um allar aldir. Öll viskufræðsla felur í sér sitt eigið jóga sem kemur þeim sérstaka áfanga þróunarinnar að gagni. Hinar ýmsu greinar jóga eru ekki í mótsögn hver við aðra. Þær breiða úr sér eins og greinar á einu tré, og hinn vegmóði ferðamaður hvílist og endurnærist í forsælu þeirra.
Ferðamaðurinn heldur áfram för sinni þegar hann hefur endurheimt mátt sinn. Hann tók ekki við neinu sem hann átti ekki með réttu, né heldur lét hann villast af leið í viðleitni sinni. Hann þáði hið góða sem himnarnir höfðu birt; hann leysti kraftana úr læðingi eins og forlögin höfðu mælt fyrir um. Hann öðlaðist vald yfir eign sinni.
Hafnið ekki kröftum jóga, en látið þá lýsa eins og ljós í rökkri óþekktra verkefna.
Við rísum úr rekkju fyrir framtíðina. Við endurnýjum klæði okkar fyrir framtíðina. Við neytum fæðu fyrir framtíðina. Við ræktum hugsanir okkar fyrir framtíðina. Við söfnum kröftum fyrir framtíðina.
Í byrjun hagnýtum við okkur ráð lífsins. Síðar berum við fram nafn Jóga komandi tíma. Við munum heyra fótatak eldsins sem nálagst, en erum nú þegar reiðubúin að takast á við flökt logans.
Við hyllum því hið forna — Raja Jóga. Við staðfestum því framtíðina — Agni Jóga.“