Tilurð bóka A. A. Bailey
9. May 2014Örlög-Forlög-Karma
22. March 2024Hugsanir og vitundin í andlegum vísindum.
Sagt er að við eitt mælt orð komi upp tíu hugsanir.
Hvaðan streyma þessar hugsanir? Hvað kveikir þær? Koma þær úr minninu? Hugleiðingar verða ekki einungis til af beinni reynslu, heldur einnig af tilfinningaupplifun, af ytri atburðum sem áhorfandi og samskiptum við aðra.
Hugsanir „skjóta oft upp í kollinn“ eins og sagt er án þess að verið sé að hugsa um eitthvað sérstaklega. Þekkt er að margir fá svipaðar hugmyndir um tiltekið efni á svipuðum tíma, en það er tæplega úr eigin minni, fremur eins og þær komi utan frá.
Fyrir skipulagt hugsanaferli, þarf afmarkað verksvið að vera fyrir hendi. Hvort sem það er skáldskapur, vísindastarf, nám, verkframkvæmdir eða listsköpun. Þar er hugsuðurinn við stjórn, hann hefur safnað skipulega saman upplýsingum úr eigin reynslu og þekkingu sem og utanfrá. Stjórn hugsunar felist í að festa hana niður á blað eða með öðrum hætti niður í fasta efnið með einhverju hætti. Að draga hið óefnislega niður í efnið er sköpunarferli og hugsuðurinn skaparinn.
Yoga Patanjali og Agni Yoga
Fyrir utan skipulegt hugsanaferli er hugarflæðið í raun óreiða, kaos, hugsanir flæða hjá og maðurinn þarf að „taka þær niður“ til að geta haft stjórn á þeim.
Í Yoga sútrum Patanjali sem eru mörg þúsund ára gamlar segir í upphafi: „Yoga er að ná tökum á sveiflum meðvitundarinnar“ , þegar það tekst þá dvelji yoginn í sínu eigin ástandi, annars er hann bundinn við sveiflurnar sem séu fimmfaldar, skilyrtar og óskilyrtar, sem eru:
- Beinn skilningur, 2. Misskilningur, 3. Ímyndunarafl, 4. Svefn og 5. Minni.
Tveir fyrstnefndu eru skilyrtir, en hinar þrjár óskilyrtar.
Bein skilningur; er rökhugsun og vitnisburður sem leiðir til að sannreyna skilning.
Misskilningur; er röng skynjun sem er ekki í samræmi við eðli hlutarins.
Ímyndunaraflið; er hugmynd sem er ekki til í raunveruleikanum.
Svefn; er sveifla sem miðlar hugmynd úr tilveruleysi.
Minni; eru tilfinningar reynslunnar sem glatast ekki.
Leikni þessara þátta kemur með æfingum og yfirvegun.
Elsta yoga í heimi snérist því um að ná tökum á vitundarskynjuninni, sem er það sama og ná stjórn á hugsuninni. Þessar sveiflur sem Patanjali greinir hafa áhrif á hugsanastjórnun, því vitundin byggist upp af sönnum skilningi á lífinu, smá saman í gegnum jarðvistir mannsins. Vitund hvers manns sem hann hefur byggt upp fylgir honum í gegnum göngu hans. Ef hann hefur ekki stjórn á huga sínum, bætir hann litlu við andlegan þroska sinn í jarðlífinu.
Hvernig nær maður stjórn á hugarflæði sínu þegar hann er ekki í skipulagðri vinnu. Í óróa fjölskyldulífs eða í samskiptum í gleði og leik. Það er þá sem óskipulega hugarferlið er mest.
Öll vitum þegar tilfinningar eða langanir sækja á hugann, það er eins og við séum áhorfandi, við vitum ef þær eru óæskilegar fyrir siðferði okkar, en samt föllum við vitandi fyrir þeim.
Agni Yoga fjallar mikið um ábyrgð mannsins á orðum sínum og hugsun og segir að betra sé að læra að þegja og hreinsa hugsanir sínar, því engin munur sé á orði og hugsun. Þroski manns felist í eflingu vitundar sinnar og gæta verði að eiginleikum hugsana, jákvæðum eða neikvæðum. Fullt samræmi þurfi að vera í hugsun manns og tjáningu.
„Fyrr báru menn ábyrgð á gjörðum sínum og síðar varð gildi orða skilið; en nú er kominn tími til að verða meðvitaður um eyðingarbál hugsunar.“
„Sérstaklega vil Ég ávarpa fólk sem trúir á efnið. Hugsun þín er mettuð af útstreymi frá taugastöðvum þínum og hvað varðar eðlisþyngd hennar er hún þyngri en margt örverulífið. Þýðir þetta ekki að hugsun þín sé efni? Í því tilviki þurfum við að mæla hugsanir okkar af mikilli nákvæmni! Við berum ábyrgð á þessum hugsunum eins og sá sem misnotar kolsýring er sakhæfur. Það er einfaldara að hugsa frá sjónarhóli efnisins, því hvar liggja mörk þess? Þannig mun fræðsla um andann og um efni standa hlið við hlið. Það þýðir að þeir sem afneita andanum munu líka afneita efninu. –Uppljómun 320
Vísindin.
Nútímavísindi greina þessi hugtök á eftirfarandi hátt.
Hugsun:
Á heildina litið eru hugsanir afleiðing flókinna taugafræðilegra ferla og eru kraftmikil og margþætt fyrirbæri sem koma fram úr flóknu samspili skynjunar, minninga, tilfinninga og vitræna ferla innan heilans þó að nákvæmar aðferðir séu ekki að fullu skiljanlegar.
Þeim má skipta í:
- Skynátak: Hugsanir byrja oft með skynjun frá umhverfinu eða frá innri skynjun í líkamanum.
- Skynjun og túlkun: Heilinn vinnur úr þessum skynupplýsingum, túlkar þær út frá fyrri reynslu, lærðum tengslum og núverandi samhengi.
- Minnisvirkjun: Minningar sem tengjast skyninntakinu eða tengdum hugtökum eru virkjuð.
- Tilfinningaleg viðbrögð: Tilfinningar gegna mikilvægu hlutverki í mótun hugsana. Tilfinningaleg viðbrögð við skynjun eða minningum geta haft áhrif á stefnu og innihald hugsana.
- Vitsmunaleg úrvinnsla: Vitsmunaleg ferli í æðri röð, eins og rökhugsun, úrlausn vandamála, málvinnsla og ákvarðanatöku, stuðla að myndun og útfærslu hugsana.
Samtök og samþætting: Heilinn samþættir ýmsar upplýsingar, hugtök og tilfinningaleg viðbrögð til að mynda heildstæðar hugsanir.
Endurgjöf og endurtekning: Þegar hugsanir þróast geta þær gengist undir endurgjafarlykkjur þar sem nýjar upplýsingar eða innsýn breyta núverandi hugsunum eða koma af stað frekari hugsunarferlum.
Vitund – meðvitund
Vitund og meðvitund eru náskyld hugtök, en þau vísa til ólíkra þátta hugrænnar upplifunar.
Meðvitund:
Meðvitund vísar til grunngetu til að skynja og upplifa skynjun, hugsanir, tilfinningar og umhverfið. Það felur í sér að vera vitsmunalega til staðar og bregðast við áreiti, hvort sem það er innra (svo sem hugsanir eða líkamsskynjun) eða ytra (svo sem sjón eða hljóð).Meðvitund getur verið breytileg að dýpt og fókus, allt frá einfaldri vitund um skynjunarupplifun strax til flóknari meðvitundar um óhlutbundin hugtök eða innri ástand.
Vitund:
Vitund er víðtækara og flóknara hugtak en meðvitund. Það felur í sér eiginleika eða ástand þess að vera meðvitaður og nær ekki aðeins yfir skynjunarupplifun heldur einnig vitræna ferla af hærri röð eins og sjálfsvitund, sjálfsskoðun og huglæga upplifun af því að vera maður sjálfur. Vitund felur í sér samþættingu skynjunarupplýsinga, hugsana, tilfinninga, minninga og sjálfsvitundar í sameinaða huglæga upplifun. Það er oft tengt tilfinningu um persónulega sjálfsmynd og tilfinninguna um að „vera“ eða „upplifa“ lífið.