Hugsun
23. February 2024„Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ugga stað
ólög vakna heima.“ Guðmundur Andrésson „Persíus Jóvinsson rímur“. 17. Öld.
-Álögin koma þegar maðurinn uggir ekki að sér og ólögin eru nærri honum, kannski innan fjölskyldunnar
Kosmískt réttlæti.
Hugmyndin um kosmískt réttlæti á sér eldfornar rætur. En hún byggir á því að maðurinn, sem atóm í Guði sínum þurfi að taka á sig form og klæðast efninu, hinu kosmíska fasta efni. Hann þarf að eiga þar tilvist til að læra á lögmál þyngsta efnissviðsins, til þess þarf hann að lifa lífinu þar, taka á sig þyngd efnisins, vinna í efninu og að lokum að yfirvinna efnið og þá skilur hann lífið.
Mannsandinn, mónaður[1], sem atóm í líkama Skaparans, þarf að læra að verða skapari. Hann þarf að byrja í hinu fasta efni og til þess þarf hann að ganga í „gegnum“ efnið, fæðast niður í efnið, lifa efnislífið og læra. Andinn gaf af sér fræ til að taka á sig form og líkama manns, eins og allt í náttúrunni sem fæðist og deyr en lifnar aftur til lífsins af eigin fræi eftir stuttan svefndvala, þróast náttúran í ótal endurtekningum til meiri fullkomnunar.
Maðurinn er andleg vera og milli jarðvista dvelur hann í fínni heimi, í faðmi anda síns, íhugar reynslu sína og festir í kjarna sínum það sem sannast var lifað, þar til að hann fæddist aftur með örlitla meiri reynslu og tilbúinn að læra meira. Smásaman safnast í kjarnann, vitundina, af því sem er sannarlegt og gott. Þannig vex vitund mannkynsins sem hóps, eins og býflugnasveimur er samsettur af einstaka býflugum og saman safna þær hunangi í búið.
Til að öðlast reynslu og stefna til fullkomnunar sem skapari í efnisheimi þarf hver maður að ganga í gegnum margar jarðvistir, þannig vex hann til vitundarþroska og gefur sitt til þroska mannkynsins, sem í heild sinni sem sálarhópur skaparans þarf að vaxa saman. Manninum var gefið allt sem hann þurfti til viðurfæris á jörðunni, en þarf að læra að nýta sér það, læra á gjafir náttúrunnar. Þróun mannkynsins frá frummennsku og til þroskaðs menningartímabils er aðeins möguleg vegna vitundarþroska hvers mann og þar með heildarinnar.
Frá upphafi voru alltaf til fyrirmyndir fyrir manninn á jarðgöngunni, Æsir, sem leiðbeindu samfélögum, settu þeim reglur til að lifa eftir í samskiptum manna á milli. Frá örófi var refsað fyrir brot á samskiptareglum í mannheimi á jörðu. Jafningjar eða höfðingjar ákváðu hvað var rétt að gera. Að gera rétt var regla og reglan hélt samfélaginu saman, krafist var refsingu fyrir brot á þeim, réttur til hefndar, að láta réttinn ráða, annars yrði ekkert uppgjör, ekkert réttlæt, en auga sköpunarinnar fylgdi honum.
Hver er annars bróður í andanum og lögmálið ófrávíkjanlegt að enginn særir annan bróðir nema það sé jafnað af þeim sem braut af sér. Jafnvel þó hann hafi hlotið jarðneska refsingu fyrir misgjörð samkvæmt réttarríkinu hefur hann ekki siðferðilega, í andanum, leiðrétt misgjörðina. Hvernig verður slík leiðrétting gerð. Aðeins þar sem hún átti sér stað, í efninu, í jarðlífinu og hann þarf að leiðrétta misgjörð sína við bróðir sinn. „Auga fyrir auga“ hefur mun dýpri merkingu en haldið er. En fram að því að misgjörðin er leiðrétt er hún geymd til hentugs tíma þar til þeir hittast aftur í jarðlífi, geymd í vitneskju anda hvers og eins, skráð í brunn Urðar í Norrænni goðafræði, í skrám Akasa í ritum Guðspekinnar, hjá Karmadrottni í Hindúisma og Búddisma.
Örlög-Forlög-Karma.
Þessi öfl sem maðurinn skynjar en þekkir lítið og sem hann virðist hafa litla stjórn á eða geta breytt, -eða hvað?
Orðin örlög og forlög eru forn í máli okkar: Örlögin eru ófrávíkjanleg áhrif gjörða hvers manns og hópa, góð eða vond, sem biða jafnvel í mörg jarðlíf að verða gerð upp. Forlögin er birting örlaganna og sagan, hvenær og hvernig þau koma fram. Það voru aðeins fáir sem gátu séð þau fyrir. Merking þeirra í okkar elstu ritum, Eddunum, má draga saman í eftirfarandi:
Frá er sagt í innskotsvísum í Völuspá, að Óðinn, Hænir og Lóður hafi komið „öflugir og ástki“ að húsi og fundið þar tré, ask og emblu, örlöglaus, og gefið þeim önd og óð, lá (blóð) og góða litu, þ.e. gert þau að lifandi verum, mönnum.[2]
Snorri segir að Borssynir, þrír Æsir hafi gengið fram með sjávarströnd og fundið tvö tré, Ask og Emblu (álmur), Borssynir voru, Óðinn, Vili og Vé. Óðinn gaf þeim önd og líf, Vili gaf vit og tilfinningu og Vé gaf ásjónu, mál, heyrn og sjón. Orðið áss, (í flt. Æsir), er eldgamalt orð. Rót orðsins er ef til vill hin sama sem í „andi“.[3]
Í upphafi kom mannkynið komið í heiminn örlagalaust, án allrar reynslu. Lífsreynslan skapast af athöfn og af henni verður niðurstaða, afleiðing. Askurinn, Yggdrasil, er var „mjötviður“, það er; tréð sem hafði rétt mál. Yggdrasil stóð í Urðarbrunni sem kenndur var við Urði, örlagadísina, sem kunni „mjöt“, hið rétta mál og mældi örlögin sjálf. Öll tré lífsins— alheims og mannleg — draga næringu sína frá þremur rótum sem standa í þremur heimum. Urður er ein þriggja meyja „sem vita“ forlög, sem geta séð og skoðað fortíð, nútíð og framtíð í örlagavef manna og heima, framtíðin ræðst af afhöfnum fortíðar og nútíðar.
Brunnurinn var geymslan sem Urður sagði úr. Svo varð Urður nafnið á þeirri veru, er réð hvers manns lífslengd og dauða í norrænni goðafræði, því þau ráðast af örlögum hver og eins.
Yggdrasill var tréð sem gaf Óðni marga viskuna, en Frigg kona Óðins var jafn snjöll og hann og hún þekkti örlögin jafnvel og hann. Af þessu má ráða að andi mannsins þekkir örlagagöngu sína. En fyrir alla er Urður sjálf tengd örlagatrénu og geymir „urðarlokur“[4], og gat sagt forlögin, óbifanlegt örlagaákvæði hvers og eins. Meira að segja Óðinn veit ekki forlög annarra, hann þurfti að fara til Heljar og vekja þar völu til að fá fulla vissu um forlög Baldurs, sonar síns.
Upphafið er hin fyrsta orsök. Frá upprunalegri orsök flæða allar afleiðingar. Tortíming heimsins í norrænni goðafræði kallaðist Ragna-rök; þetta orð „rök“ merkir í raun að rekja; „saga eða forlög goðanna frá öndverðu og til loka“, það hefur einnig sömu merkingu og er í „tíva rök“ og „aldar rök“.
Við getum greint og skýrt innri merkingu Eddu m.a. með samanburði við eitt mesta upplýsandi verk á okkar dögum, The Secret Doctrine, þar sem höfundurinn, H. P. Blavatsky, ber saman gríðarlega mikið safn arfsagna sem tengjast myndun heimsins, sögu mannsins og örlögum lífvera. Í þessu verki eru lykilatriði sem sýna sömu megindrætti í hinum mismunandi afsögnum heimsins. Þar er okkur gefin heildarsýn yfir alheiminn, tímabil athafna og hvílda og hvernig guðleg vitund birtist sem hinn sýnilegi kosmos í rúmi og tíma.[5]
Jafnvel í dag eru það margir sem vilja fremur leggja ákvarðanir sínar við dyr einhverra drottna, raunverulegra eða ímyndaðra og vilja helst engar byrðar bera, þó lítilsháttar athugun og íhugun ætti að sannfæra okkur um að til að uppfylla meiri örlög verður þroskuð vera að yfirgefa æskuna og takast á við tilgangsmeiri þátttöku í heiminum. Þannig er Loki neyddur til að bíða í djúpi efnisins og þjást til loka hringrásarinnar. Sársauki hans er aukinn með eitri þekkingarhöggormsins, á sama hátt og þjáning Prometheus var aukin við að ránfuglar kroppuðu í lifur hans. Báðar pyndingarnar lýsa misnotkun mannsins á guðgjöf hugans. Fórn þess upplýsta lýkur ekki fyrr en mannleg þrautaganga verður að fullu lokið, þegar Fenris, afkvæmi Loka, verður frjáls og gleypir sólina í lok lífs hennar og Vali heldur áfram verki sólarguðsins í stærri birtingu. Þá munum við kannski vita hverju Óðinn hvíslaði í eyra Baldurs.
Karma í Indverskri heimspeki
Orðið kemur úr Sanskrit og merkir „athöfn“. Indverskir hugmyndaskólar eru margir og ólíkir hver öðrum í því að hver þeirra sérhæfir sig í einum af sjö þáttum hins eilífa, eða það sem er kallað hinn óbirti Logos. Heimsspeki Karma-Yoga skólans er efni sem er mjög mikilvægt og við verðum að læra að skilja merkingu orðsins Karma eins og það er notað í austrænni heimsspeki. Í leiðbeiningum Sri-Krishna um framtíðina, skilgreinir fræðarinn karma sem tilhneigingu skapandi byltingarkenndrar orku til að birta bhootas, eða koma tilveruþáttunum inn í birtingu. Því má líta á karma sem þann þátt sem leiðir alheimsaflið, Sakti, sem mótar, viðheldur og eyðir heimunum, á öllum sjö sviðunum.
Merking orðsins karma nær til kosmískrar þróunar. Það á einnig við um mannlegar athafnir, og mannleg þróun er drifafl mannkynsins. Karma er afl sem verður til þegar mannlegar orkustöðvar verka á ytri heiminn, og gagnvirk áhrif ytri heimsins á manninn má kalla karmísk áhrif, og sýnileg niðurstaða sem verður af þessum áhrifum við réttar aðstæður má kalla karmíska ávexti. Lögmál Karma er einfaldlega lögmál virkni og gagnvirkni, og erfiðleikar margra að skilja þetta er vegna vanþekkingar á eðli kosmískra og mannlegrar tilveru og tengsla þeirra tveggja.
Allt þetta er úr hinni fornu Yagna fræðsla. Þetta sama var endurtekið af Drottni Budda fyrir 2500 árum þegar rætur hins illa, í persónulegum túlkunum Yagna fræðslunni réði ríkjum. Hugmynd um að ekkert karma snerti mann sem vildi lausn frá skilyrtri tilvist, náði fótfestu í hugum mikils fjölda. Síðan voru Brahmanir í úrkynjuðu Yagnahópum sem töldu að lambslátrun og Somadrykkja væru nauðsynleg fyrir andlega fullkomnun. Drottinn Budda gaf báðum þessum hópum nauðsynlegt högg með staðhæfingu sinni að fullkomnun næðist hvorki með leti eða somadrykkju. Hann hafði slegið lykilnótuna — Vinnið, vinnið, vinnið hver fyrir annan, og sýnið þannig í verki bróðurkærleik og lögmál karma sem gætir gang náttúrunnar, það mun sannarlega lyfta verkamanninum og mannkyninu. [6]
Hvað segir Agni Yoga um karma?
Heildaráhrif karma dregur saman mörg flókin svið og tengsl. Til að leysa þau er betra að gefa en að þiggja; því hver greiðsla ákvarðar liðna skuld, en gjöf bindur nýja.
Margt smátt glepur eigin sýn svo gjafir glatast. Birting karma er með tvennum hætti—tengjast sérstökum tíma, eða sérstökum persónum. Þegar karma tengist sérstökum tíma getur það einnig tengst persónulegu karma. í engu tilfella á að kenna fræðaranum um karma sitt. Hvernig getur einhver haft fulla þekkingu á öllum aðstæðum í kringumstæðum sínum? Sem dæmi kann fræðari að sjá fyrir um framtíð beggja karmaþáttanna, en ef ytri kringumstæður hafa ákvarðað athafnir karma, getur hann ekki breytt því sem þegar hefur myndast í geimnum. Hægt er að breyta karma, en ekki að eyða. Hér getur öguð notkun sálrænnar orku hjálpað til, eflt tengslin milli tímatengds og persónulegs karma.
Karma er mjög flókið ferli. Allt frá frjálslegri yfirborðskenndri athöfn til dýpstu hvata, allt er mismunandi í formi og lit. Maður ætti að velta vel sér þegar það er mögulegt og verðskuldað, að blanda sér í karma annarra.
Ein erfiðasta krafan í Fræðslunni er að læra að tala á viðeigandi hátt – að beina hugsunum hlustandans að henni, en án átroðnings á karma hans.
Venjan er að líta á karma sem vilja og endurgjald sem ákvarðar gang lífsins. Það er líka venja að líta á karma sem makleg málagjöld. En í raun þýðir karma vinna. Takmarkaðu ekki vinnu andans og þú munt sjá árangurinn.
Dæmdur maður, hvers vegna hvíslar hjartað þitt ekki að þér, hvar sannleikurinn liggi? Í hverri athöfn er orka sem er sama eðlis og orka Alheimsins. Sérhver frumeind hreyfist í samræmi við nákvæman útreikning og orka safnast saman úr hverri upplyftingu andans. Megi hver og einn skilja að að hann er ekki dæmdur vegna ills karma, heldur af sjálfsdáðum.
Athöfn eru okkar hinn eilífi og trúfasti félagi og fyrir honum er ekkert falið vegna þess karma sem hann hefur skapað. Skaparinn og sköpun hans birtast sem ævarandi afrek í kosmosinum.
Það er miður ef andinn sem hefur gengið í gegnum lífsferil sinn, kemur á sama stað og hann byrjaði frá. Það er miður ef andinn tekur á sig endurtekningu; fyrri útgáfu sína, því hinn trúfasti félagi, karma, mun bíða hans við þröskuldinn. Bein lína tengir mann við félaga sinn. En skapari sem setur skeið sitt eftir kosmískum straumi, er hans meðvitaði félagi og hann dvelur ekki innan við þröskuld sömu íveru, heldur fer til fjarlægra heima.
Brjótið hlekkina og hafnið því að karma sé bara afkvæmi. Veldu þann veg sem ómur ákallsins leiðir til óendanleikans.
Karma virkar sem lífsmótunarkraftur hvar sem vegum himintunglanna er fylgt. Straumar karma sem eru í takt við þróunina birtist sem kosmíska segulsviðið. Sköpunarhæfni himintunglanna er svo afdráttarlaus að óskeikulleikinn er sambærilegur við þann hvata sem ákvarðar hreyfingu. Allir tímar ráðast af þessum karmísku forspám.
Þegar til forna var talað um hreinsunareld og eldheitt helvíti, var vissulega átt við umbreytingu og karma. Lögmálin voru þekkt. Nákvæmni þekkingar kom fram í birtingu kosmíska segulsviðsins. Þekkingin á karma var sótt í himintunglin. Hreinsunareldurinn var settur í stað karmískrar viðleitni. Hreinsunareldurinn í núverandi skilningi kemur frá umbreytingarlögmálinu. Eldheit helvítið kom af lögmáli karma. karma og umbreyting eru óaðskiljanleg! Annar meginþátturinn ákvarðar hinn og spenna annars kallar fram viðleitni hins. Hið mikla aðdráttarafl byggir upp allar meginþætti alheimsins.
karma og umbreyting eru þættir sem beinast að framförum; þau skapa áhrifin með drifkrafti karma og og umbreyting andans mótar stefnuna. Þegar leitandi sköpunargáfan dregur andann að kosmíska segulsviðinu, þá eru áhrif eldsins óhjákvæmileg. Ég fullyrði að lögmál karma og umbreytinga leiða til fullnustu.
Stundum getur maður sýnt fram á flóknustu lögmálin með einfaldasta tækinu. Lögmál karma er flókið, en taktu Ruhmkorff spólu eða aðra rafmagns spólu og þú munt fá myndræna hliðstæðu af karma. Straumurinn liggur meðfram spíralnum án truflana, en ytri vindingin er háð öllum ytri viðbrögðum; Ennfremur hefur hver þráður tengingu við þráðinn í fyrri vindingu og ber með sér afleiðingar fortíðarinnar. Þannig breytir hver stund karma, því að hver stund vekur tengda fortíð. Þannig geta menn haft tengingu við alla fyrri reynslu.
Sama myndræna dæmið sýnir hvernig fræ andans er óskaddað; og leitast til hæðanna og viðheldur skel sinni án þess að óttast fortíðina. Sannarlega er karma aðeins ógnvekjandi fyrir þá sem eru steyptir í aðgerðarleysi. En leitandi hugsun er laus undan byrði fortíðarinnar og eins og himneskur líkami er knúinn áfram án þess að fara aftur sama veginn. Þannig, jafnvel með erfitt karma, geta menn náð gagnlegri frelsun.
Aftur munu þeir koma til þín í vafa um lögmál karma. „Er mögulegt að hinir óhæfu geti notið huggunar en þeir verðugu þjáist?“ Svaraðu: „Þungt er karma þeirra sem geta ekki látið undan jarðneskum þægindum, því að það er sagt:„ Þægindin er kirkjugarður andans.“ Að auki, eins og þú hefur tekið eftir, þá loka jarðnesk þægindi andlegri heyrn. En margir, undir grímu vellíðunar, fela mestu ófarirnar. Þess vegna munu engir þeirra sem vita leita þæginda efnislífsins. Maður ætti að dæma samkvæmt hátindinum, ekki hugsa um jarðarströnd.
Hver andi skapar sitt eigið karma. Hver þjóð byggir sitt eigið karma. Vissulega leita þjóðir að leiðtoga, því að jafnvel rótgróinn álit geti ekki viðhaldið því fólki sem hugsar ranglega. Hvorki gull né grófheit, töfrandi nöfn eða hrúgur af ógerlegum ráðum munu bjarga þjóð.
Karma er virkni – það er ekki hægt að skilgreina hana á annan hátt. Sumir halda að hægt sé að skilgreina karma sem áhrif, en það myndi líta út eins og refsiathafnir og myndi þannig gera lítið úr lögmálinu. Sá sem gengur á réttri leið mun ná markmiði sínu. Hvert frávik mun leiða frá beinni braut og fólk mun byrja að tala um þungt karma
Sannarlega, þegar ferðamaður reikar inn í þykkni, er honum skylt að yfirstíga margar hindranir til að halda upprunalegu áætlun sinni. Karma er afrakstur athafna og er í sjálfu sér athöfn. Slík hugleiðsla er gagnleg á leiðinni til eldheims.
Kosmísk vog vegur að sama skapi karmavöxt þjóða. Karma mannsins er vegið af frjálsum vilja hans. Þess vegna er svo mikilvægt að staðfesta skilning á viðleitni til fullkomnunar, því löngun sem varpað er út í geiminn getur alltaf laðað að sér það sem óskað er og af eiginleikum óskarinnar er jafnvægi ákvarðað. Þannig skulum við óska þess sem hægt er að uppfylla – óskir um þann kraft sem hægt er að beita í lífinu. Jafnvægi getur aðeins náðst þegar hinn frjálsi vilji velur braut almenns góðsvilja.
Það er munur á karma yfirgangs og varnar. Það má sýna fram á hvernig árásarmenn verða fyrir alvarlegustu afleiðingunum og hversu hræðilegt ástand þeirra er í fíngerða heiminum. Fólk blekkir sjálft sig með því að halda að miklir sigurvegarar uppskeri ekki slæmt karma á jarðnesku lífi sínu. En karma hefur sína eigin tímabæru nálgun og sýnir sig ekki strax. Lífið er samfellt og vitrir skilja líf sitt sem eitt hálsmen.
Árásarmenn íþyngja karma sínu ekki aðeins með því að drepa heldur einnig með því að menga andrúmsloftið, sem á sér stað í stríði. Eitrun á jörðinni og á öðrum sviðum er langvarandi. Þú sem ræðst inn í lönd nágranna þinna, hefur enginn sagt þér hvaða afleiðingar bræðravígið hefur haft?
Fáir skilja að ekki er hægt að breyta áhrifum lögmálsins án gagnkvæmrar viðleitni. Maðurinn er alltaf tilbúinn til að búa til sársaukafullt karma með hugsun og athöfnum, en samt vonast hann til, að með einhverju kraftaverki handan fjallanna verði hann frelsaður frá alvarlegum afleiðingum þess.
Fólk hljómar eins og börn þegar rætt er um karma og ætlast til að einhver annar taki ábyrgð á hegðun sinni. Það safnar karma í blindni, er síðan fullt reiði og kvartanna og eflir aðeins straum áhrifanna. Meðal athafna Okkar, er mikilvægur sess gefinn til að fylgjast með karma fólks sem fylgir þeim á leið þeirra. Við getum ekki breytt lögmálinu, en innan marka möguleikans erum við tilbúin að gefa í skyn betri leið.
Urusvati veit að seinkað karma er margfaldað karma. Það er nauðsynlegt fyrir alla að skilja að hve miklu leyti þeir geta aðstoðað við að hraða aðgerðum karma. Að hugsa of mikið um fortíðina er skaðlegt. Það er betra, miklu betra, að hugsa um framtíðarathafnir manns. Látum þær vera fullkomnar, látum þær leiðast af mestu viðleitni. Með því að stefna að betri framtíð mun maður fyrr geta lifað í gegnum talsverðan hluta af karma sínu.
Urusvati veit að hjálp, þegar hún er veitt af einlægni, brýtur ekki í bága við karmalögmálið. Það er ofstækisfull trú að maður ætti ekki að hjálpa náunga sínum vegna þess að það myndi brjótast inn í karma hans. Þetta er skaðleg rökvilla. Ofstækismennirnir láta sér ekki skiljast, að sá sem hjálpar hegðar sér í samræmi við karma. Maðurinn verður að veita alla mögulega hjálp, án þess að hugsa um karma.
Öll hjálp geislar af góðu, en auðvitað verður góðverkið að vera einlægt. Í þessu verður hver að vera sinn eigin dómari.
Karma tekur alltaf fram úr gerendum óréttlætisins. Vegir þessa fullkomna lögmáls eru óumflýjanlegir, en þeir eru hringlaga. Fólk getur almennt ekki skynjað hina fíngerðu fylgni og vegna þess að hinar yfirveraldar aðstæður eru svo frábrugðnar þeim jarðnesku, gæti jafnvel æðsta réttlæti talist óviðunandi fyrir það. Samt verður að rannsaka jarðnesku og yfirjarðnesku fylgnina sem kemur fram í flóknustu atburðum.
Urusvati veit hvernig á að þekkja hin ýmsu hugsunarsvið. Venjulega er talið að ytri birtingar hugsunarinnar sé hið fullkomnasta, því það er auðveldara að tjá það með orðum, en sú hugmynd er röng. Miklu mikilvægara er innra lagið, sem er tjáð með tilfinningu. Þetta lag hefur miklu sterkara hald á manninum; upp úr því rísa þær athafnir sem hafa áhrif á karma manns. Hin næma háleita vitund, veit hvernig á að gefa gaum að innri hugsun. Hún þarfnast ekki orða og hún veit að hækkun er mótuð í hjarta þagnarinnar.
Urusvati veit að þetta er tími sársaukafullra framfara fyrir þjóðir. Hver þjóð þróast á sinn hátt: ein með stríði, önnur með hörmungum, önnur með vinnu, með þekkingu eða með sjálfsfórn. Hver þjóð ber sitt eigið karma. Þetta karma getur verið létt, en margar þjóðir bera þungt og erfitt karma.
Urusvati þekkir hinar fornu kenningar um auðvelt karma. Manneskjan safnar saman miklu fargi orsaka á mörgu jarðnesku flakkinu sem leiða til óumflýjanlegra afleiðinga. Það má ekki ætla að íþyngjandi karma sé eingöngu afurð hræðilegra glæpa. Það myndast smám saman, af leti, grófleika, vanþakklæti og mörgum hliðum fáfræði, en fyrir allt þetta þarf að borga og þessi greiðsla er óumflýjanleg.
Samt talar kenningin um auðvelt karma – hvað þýðir það? Frjáls góðvilji getur dregið úr alvarleika íþyngjandi karma. En til þess verður maðurinn, í sínu jarðneska lífi, að viðurkenna að langur hali neikvæðra athafna sem enn eru ekki greiddar, gætu verið að dragast eftir honum. Maðurinn getur, þökk sé þessum skilningi, með þolinmæði, þolað ófarir sínar og með eigin frjálsum vilja og góðum gjörðum getur jafnvel dregið úr þeim. Þannig er karma auðveldað.
Þannig, það sem fáfróðir verða að borga dýru verði, getur aukin meðvitund hjálpað til við að finna auðveldari leiðir. Maðurinn, með því að víkka meðvitund sína, hjálpar sjálfum sér að greiða leið sína.
Kennslan um auðvelt karma tengist bæði jarðneska lífi og hærri veröld. Í fíngerða heiminum lærir maðurinn hvað hann er að friðþægja fyrir og gæti undrast að sterkar athafnir hans séu ekki metnar í samræmi við væntingar hans. Litlar gjörðir hans eru stundum metnar hærra. Hjarta mannsins getur hjálpað honum að greina.
Hugsuðurinn sagði: „Það er gæfa okkar að okkur gefst tækifæri til að ákvarða greiðslu fyrir vinnu okkar.“
Urusvati dáir karma Yoga. Allt Yoga tengjast hvert öðru; Líta má á Agni Yoga og karma Yoga sem systur. Agni Yoga leiðir lýsandi inn í Hæsta ríkið. karma jóga kveikir hinn heilaga eld vinnunnar.
Fólk virðir sjaldan vinnu sem mótun betra karma. Fólk hugsar ekki um gæði vinnu sinnar. Það getur ekki viðurkennt sköpunargleðina. Fyrir þeim kann vinna að vera eins og keðjur. Þau eru ófær um að elska daglegt starf og eru ekki meðvituð um andlegu hækkunina sem vinnan veitir. Enginn sagði þeim nokkru sinni að miklir vængir væru búnir til í miklu erfiði.
En hvernig er hægt að ætlast til þess að maðurinn skilji karma ef hann er ekki meðvitaður um hinn æðri heim og hefur aldrei velt því fyrir sér? Að hverju ætti hann að stefna, ef hann veit ekki markmiðið? Agni Yoga verður fyrir honum tómur draumur sem hann mun aldrei dreyma. Hann mun óttast eld og mun ekki skilja fegurð hans. Án fegurðar getur hann ekki lært að elska eldheiminn.[7]
[1] „Meginreglur náttúrunnar og náðarinnar sem grundvallast á skynsemi“ ritgerð Gottfried Wilhelm Leibniz
um Monadology.(Mónaðakenning hans fjallaði um samræmdan alheim sem samanstendur af óendanlega
mörgum mónuðum, sem hver um sig var óendanleg röð skynjunarathafna sem skilgreindar eru af einstöku
sjónarhorni eða einstakri lögmálaröð;)
[2] , 3 GOÐAFRÆÐI NORÐMANNA OG ÍSLENDÍNGA
EFTIR HEIMILDUM SAMIÐ HEFUR FINNUR JÓNSSON 1913
[4] Grófugaldur 6.
[5] Grímur Óðins
[6] Nokkrar hugleiðingar um Bhagvat Gita 4 kafli
[7] Textar úr nokkrum bókum í Agni Yoga ritröðinni.