Dulheimar

Þessi vefur er á ábyrgð Áhugamanna um þróunarheimspeki og er ætlað að koma á framfæri því besta sem má finna um efnið og það sem komið hefur út á íslensku.  Þróunarheimspeki er þýðing á enska orðinu Metaphysics sem er rannsókn á uppruna lífs , grunngerð, eðli og öflum Alheimsins.

Innri gerð eða andleg hlið sköpunarinnar var viðfangsefni heimspekinnar áður en rökhyggjustefnan og vísindahugsun síðari tíma þynnti hana út. Þróunarheimspeki er því síðari tíma skilgreining, en hefur lengi verið stunduð.  Elstu heilstæðustu hugverk sem hafa varðveist eru verk gömlu aríamenningarinnar á norður Indlandi, sem við þekkjum m.a. sem Vedas  sem sköpuð voru fyrir um 4-5.000 árum. og eru stórbrotin hugsana- og þekkingakerfi þar sem lesa má þróunarsögu mannlegrar hugsunar og viðleitni mannshugans til að skilja fyrirbæri náttúrunnar og allt til sjálfstæðrar heimsspekilegrar hugsunar. Uppruni þessara verka var sagður vera apauruseya, sem á Sanskrit þýddi efnislega „orð ekki frá mönnum“.  Þessi verk hafa birst okkur á Vesturlöndum síðustu 150 árum fyrir rannsóknir ýmissa fræðimanna.

Á síðustu 130 árum hafa komið fram verk eftir höfunda eins og H.Blatvasky, A.A. Bailey, sem skrifa verk sín fyrir meistara Hvíta bræðralagsins og bækur Agni Yoga og Teaching of the Temple  sem einnig eru skrifuð fyrir ákveðna meistara sama bræðralags. Öll þessi verk hafa það að markmiði að skýra innri gerð manns sem og alheims og hvaða lögmál og öfl ráði.  Þessi verk eru einnig apauruseya og hafa haft meiri áhrif á vestræn samfélög en flestir gera sér grein fyrir. Í stuttu máli má segja að ný viðhorf sem komu fram í grasrótarhreyfingum eftir seinna stríð og náðu fram í lýðræðisbreytingu á tuttugustu öld séu sprottin af þeirri heimspeki sem þessi verk bera með sér.

Þeir sem kynna sér þessi verk sjá samhengi í öllum þessum nýrri verkum þó þau séu ólík í framsetningu, enda er þeim ætlað að ná til ólikra hugargerða manna.  Einnig er ljós tenging og samhljómur við eldri ritin þó 4-5.000 ár skilji að í tíma.  Yoga Sutrur Patanjali innihalda t.d. sömu áherslur og eru í Agni Yoga bókunum. Enda segir í Vedas að Rishi (meistari) sé aldrei ósamhljóða öðrum Rishi, enda séu þekking þeirra að ofan.

Efni þessarra verka er ekki til að trúa á, heldur til að gaumgæfa af opnum huga. Lokaður hugur mun aldrei geta skilið þessi verk.